Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 28. maí 2016 16:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Eiður Benedikt: Vorum tíu sekúndum frá þremur stigum
Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis.
Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum að ná í þrjú stig og vorum tíu sekúndum frá því. Það eru auðvitað vonbrigði," sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍA í Pepsídeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 ÍA

"Við hleyptum þeim óþarflega inn í þetta enda áttum við að klára leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við svo að spila gegn liði sem hafði engu að tapa og fór 100% í öll návígi. Það varð okkur að falli."

Þá segir Eiður að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað. "Þetta var frekar leiðinlegur leikur. Ef ég hefði verið áhorfandi hefði ég ekki fengið mikið fyrir peninginn."

Þó svo að Fylkisliðið sé enn án sigurs eftir fjóra leiki segist Eiður ekki vera farinn að hafa stórar áhyggjur.

"Nei ekki þannig. Það er auðvitað bara pirrandi. Þrjú jafntefli telja jafnmikið og einn sigur. Þetta er ömurlegt en við þurfum bara að setja meiri kraft í þetta."

Hann segir líka mikilvægt að fara að nýta heimavöllinn betur. "Þrír leikir á heimavelli og tvö stig. Það er ekki nógu gott."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner