Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ísland í dag - Suðurnesjaslagur og Selfoss mætir Blikum
Leiknir hefur farið vel af stað í ár.
Leiknir hefur farið vel af stað í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Guðmunda Brynja og liðsfélagar hennar í Selfossi fá Breiðablik í heimsókn.
Guðmunda Brynja og liðsfélagar hennar í Selfossi fá Breiðablik í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það er nóg að gerast í íslenska boltanum í dag.

Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi-deild kvenna og tveir leikir í öllum deildum karla nema Pepsi deildinni.

Tveir leikir eru í beinni á aukarásum Stöðar 2 Sport, en það er annars vegar leikur Fylkis og ÍA í Pepsi-deild kvenna og hins leikur Leiknis R. og Fjarðabyggðar í Inkasso-deildinni.

Stórleikur umferðarinnar í Pepsi deildinni er leikur Selfyssinga og Breiðabliks á Selfossi en bæði lið ætla sér langt í ár. Einnig mætast m.a Valur og FH sem eru bæði taplaus og síðan fær ÍBV, bikarmeistara Stjörnunnar í heimsókn.

Leiknir hefur farið vel af stað í Inkasso deildinni í ár og unnið alla sína leiki. Þeir fá heimsókn frá Fjarðabyggð. Það verður svo Suðurnesjaslagur af bestu gerð í Keflavík þar sem Grindavík verður í heimsókn.

Leikir dagsins:
Pepsi-deild kvenna
13:00 Þór/KA - KR (Þórsvöllur)
14:00 Valur - FH (Valsvöllur)
14:00 Fylkir - ÍA (Floridana völlurinn - Stöð 2 Sport 4)
15:30 ÍBV - Stjarnan (Hásteinsvöllur)
16:00 Selfoss - Breiðablik (JÁVERK-völlurinn)

Inkasso-deildin
14:00 Leiknir - Fjarðabyggð (Leiknisvöllur - Stöð 2 Sport 3)
14:00 Keflavík - Grindavík (Nettóvöllurinn)

2. deild karla
14:00 Vestri - KV (Torfnesvöllur)
14:00 Höttur - ÍR (Fellavöllur)
14:00 Afturelding - Magni (N1 völlurinn Varmá)
16:00 Grótta - Völsungur (Framvöllur)

3. deild karla
14:00 Vængir Júpiters - KFS (Fjölnisvöllur-Gervigras)
14:00 Einherji - Þróttur V. (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir - Tindastóll (Dalvíkurvöllur)
14:00 Víðir - KFR (Nesfisks-völlurinn)
14:00 Reynir S. - Kári (K&G-völlurinn)

4. deild karla A riðill
14:00 Berserkir - Hörður Í. (Víkingsvöllur)

4. deild karla C riðill
15:00 Hvíti Riddarinn - Augnablik (Tungubakkavöllur)



Athugasemdir
banner
banner