Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2016 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Guðbjörg stóð í marki Djurgården í jafntefli
Guðbjörg er markmaður Djurgården í Svíþjóð
Guðbjörg er markmaður Djurgården í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvarnsveden 2 - 2 Djurgården
1-0 Tabita Chawinga (´15 )
1-1 Mia Jalkerud (´38 )
2-1 Tabita Chawinga (´63 )
2-2 Mia Jalkerud (´86 )

Einn Íslendingur kom við sögu í sænska kvennaboltanum í dag, en það var landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Hún og hennar stöllur í Djurgården heimsóttu nýliðana í Kvarnsveden í nýliðaslag.

Guðbjörg var að sjálfsögðu í marki Djurgården, en hún fékk á sig mark eftir 15 mínútna leik og var þar að verki Tabita Chawinga.

Djurgården náði að jafna metin fyrir hálfleik með marki frá Miu Jalkerud og staðan því jöfn í hálfleik.

Chawinga var aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleikinn, en undir lok leiks jafnaði Mia Jalkerud aftur og lokatölur því 2-2.

Guðbjörg og hennar lið er í 4. sæti eftir sjö leiki með tíu stig, en á meðan er Kvarnsveden með sex stig í 7. sæti.
Athugasemdir
banner