Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 28. maí 2016 09:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jordan Henderson: Rashford er með allt
Jordan Henderson fyrir leikinn í gær.
Jordan Henderson fyrir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, miðjumaður enska landsliðsins og Liverpool, hefur hrósað Marcus Rashford eftir sigur Englendinga á Áströlum í gær.

Rashford var búinn að skora eftir aðeins þrjár mínútur í sínum fyrsta landsleik en hann skoraði einnig í sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni sem og Úrvalsdeildinni fyrir Manchester United.

Óttast er að Daniel Sturridge gæti misst af EM sökum meiðsla og aukast þá líkurnar á að Rashford fari með til Frakklands, til muna.

„Þetta er ótrúlegt er það ekki? Svona hefur leiktíðin hans verið. Hann er óttalaus, vill alltaf fá boltann og reynir að hlaupa á bakvið vörnina. Þetta var frábærlega klárað."

„Hann er með allt, hann er góður á boltanum, með góðar hreyfingar og klárar vel. Hann verður að halda áfram að vinna og hann verður stór leikmaður fyrir United og England."
Athugasemdir
banner
banner