Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin í dag - Madrid mætir Madrid í úrslitum
Leikurinn verður í opinni dagskrá
Sergio Ramos skoraði síðast þegar liðin mættust í úrslitaleiknum.
Sergio Ramos skoraði síðast þegar liðin mættust í úrslitaleiknum.
Mynd: Getty Images
Einn leikur fer fram í Meistaradeildinni á morgun en það er sjálfur úrslitaleikurinn.

Eftir langa og stranga keppni fer úrslitaleikurinn sjálfur fram á San Siro í Mílanó.

Það er heldur betur grannaslagur því Atletico Madrid og Real Madrid eigast við í annað skipti á þremur árum í úrslitaleiknum en Real vann 4-1 á þar síðasta tímabili í framlengdum leik.

Áhugavert verður að sjá hvernig leikurinn spilast, en liðin enduðu í 2. og 3. sæti spænsku deildarinnar á eftir meisturunum í Barcelona.

Leikur dagsins:
18:45 Real Madrid - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)



Athugasemdir
banner
banner
banner