lau 28. maí 2016 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munar 400 milljónum evra á liðum Atletico og Real Madrid
Lið Atletico kostar 166 milljónir evra á meðan Real Madrid kostar 559
Lið Atletico kostar 166 milljónir evra á meðan Real Madrid kostar 559
Mynd: Getty Images
„Munurinn á okkar liði og Real Madrid og Barcelona eru 400 milljónir evra, en sá munur hverfur þegar dómarinn flautar til leiks." Þetta sagði Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid þegar hann var eitt sinn spurður að því hvernig það væri mögulegt fyrir Atletico Madrid að halda í við stóru liðin í kringum sig.

Atletico Madrid er komið í úrslit Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum og mætir liðið Real Madrid aftur í úrslitum í kvöld.

"Litla liðið frá Madríd" er nú þegar búið að fella hina risana frá Spáni, Barcelona í undanúrslitum og því verður spennandi að sjá hvað gerist þegar liðið mætir Real á eftir.

Þess má til gamans geta að það munar rúmum 400 milljónum evra í kostnaði á liðunum, rétt eins og Diego Simeone sagði. Hér að neðan má sjá mynd til marks um það.

Þá má einnig nefna það að Atletico Madrid hefur nánast þurft að endurbyggja lið sitt frá úrslitunum 2014, en frá þeim leik eru aðeins sex leikmenn eftir hjá Atletico. Hjá Real Madrid eru 13 leikmenn enn hjá félaginu.

Flautað verður til leiks í Mílanó klukkan 18:45, en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og er í opinni dagsskrá
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner