Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. maí 2016 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Elísa tryggði Val sigur - Jafnt í Árbænum
Elísa Viðarsdóttir tryggði Val sigur
Elísa Viðarsdóttir tryggði Val sigur
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tveimur leikjum til viðbótar var að ljúka í Pepsi-deild kvenna, en fyrr í dag gerðu Þór/KA og KR, 1-1 jafntefli.

Að Hlíðarenda mættust heimakonur í Val og FH, en fyrir leikinn voru bæði lið taplaus og því mátti búast við hörkuleik.

Það fór svo að aðeins eitt mark var skorað og kom það þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Markið skoraði Elísa Viðarsdóttir og tryggði hún Valskonum sigurinn með markinu.

Valur er því nú með átta stig í 2. sæti deildarinnar, en FH-ingar eru í sætinu fyrir neðan með einu stigi minna.

Í Árbænum mættust síðan Fylkir og ÍA, en heimakonur komust yfir snemma leiks með marki frá Berglindi Björg Þorvaldsdóttur.

Það virtist ætla að vera sigurmarkið, en svo fór að Skagakonur jöfnuðu í uppbótartíma og þar við sat, 1-1 jafntefli staðreynd

Fylkir er í 8. sæti með aðeins þrjú stig á meðan Skagakonur voru að ná í sitt fyrsta stig og eru á botni deildarinnar.

Valur 1 - 0 FH
1-0 Elísa Viðarsdóttir (´35 )
Nánar um leikinn

Fylkir 1 - 1 ÍA
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (´9 )
1-1 Maren Leósdóttir (´90 )
Nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner