lau 28. maí 2016 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: KR náði í stig gegn Þór/KA
KR náði í gott stig norður
KR náði í gott stig norður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 1 - 1 KR
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('43, sjálfsmark )
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('66 )
Nánar um leikinn

Fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild kvenna er lokið, en Þór/KA og KR áttust þar við fyrir norðan.

Bæði lið höfðu ekki byrjað neitt sérstaklega, en það voru KR-ingar sem náðu forystunni í leiknum. Markið kom gegn gangi leiksins og var það sjálfsmark sem Anna Rakel Pétursdóttir skoraði.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir gestina, en um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði Þór/KA sanngjarnt. Markið skoraði Andrea Mist Pálsdóttir eftir aukaspyrna og staðan orðin 1-1.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð, en Þór/KA komst nálægt því að skora sigurmarkið undir lok leiks. Þá fékk Sandra María Jessen dauðafæri á fjærstöng, en skot hennar fór fram hjá.

1-1 jafntefli því niðurstaðan í fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild kvenna, en eftir leikinn er Þór/KA með fimm stig í 6. sæti og KR með tvö stig í næst neðsta sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner