Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2016 16:12
Magnús Valur Böðvarsson
Svíþjóð: Viðar Örn henti í þrennu
Viðar Örn hennti í sína aðra þrennu á tímabilinu
Viðar Örn hennti í sína aðra þrennu á tímabilinu
Mynd: Heimasíða Malmö
Viðar Örn Kjartansson er heldur betur farinn að minna á sig í sænsku Allsvenskunni en hann skoraði í dag sína aðra þrennu í deildinni og er orðinn næst markahæstur með 8 mörk.

Viðar Örn var einn af þeim óheppnu að komast ekki með í EM hópinn en hann er til taks verði einhver forföll. Fyrsta mark Viðars kom á 7.mínútu eftir hornspyrnu og kom sínum mönnum í 2-0. Annað mark hans kom svo á 65. mínútu og var sérlega glæsilegt og kom sínum mönnum í 3-1 Hann innsiglaði svo 4-1 sigur með marki í uppbótartíma.

Þá lék Rúnar Már Sigurjónsson allan leikinn í liði Sundsvall gegn Jönköping í 1-1 jafntefli og Kristinn Steindórsson fyrstu 73 mínúturnar.

Haukur Heiðar Hauksson lék einnig allan leikinn í liði AIK í markalausu jafntefli gegn Örebro. Haukur fékk gult spjald á 20.mínútu.

Östersunds FK 1 - 3 Malmö FF
0-1 Markus Rosenberg (´3 )
0-2 Viðar Örn Kjartansson (´6 )
1-2 Alex Dyer (´63 )
1-3 Viðar Örn Kjartansson (´65 )
1-4 Viðar Örn Kjartansson (´90 )

Jönköpings Södra 1 - 1 GIF Sundsvall
0-1 Stefan Silva (´6 )
1-1 Pawel Cibicki (´66 )

AIK 0 - 0 Örebro
Athugasemdir
banner
banner