Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 28. maí 2016 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Torres: Mikilvægasti leikur lífs míns
Torres hér í leik gegn Bayern í undanúrslitum
Torres hér í leik gegn Bayern í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, sóknarmaður Atletico Madrid, segir að leikurinn í kvöld gegn Real Madrid verði sá mikilvægasti sem hann hafi nokkurn tímann spilað.

Atletico og Real munu mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og hinn 32 ára gamli Torres er á því máli að leikurinn verði sá mikilvægasti sem hann hafi spilað á ferlinum.

Torres vann þó Meistaradeildina árið 2012 með Chelsea og þá hefur hann einnig orðið Heimsmeistari og Evrópumeistari með Spánverjum. Hann hefur hins vegar aldrei unnið stóran titil með uppeldisfélagi sínu, Atletico.

„Þetta er öðruvísi, þetta er sérstakt. Þetta var það sem ég vildi þegar ég var strákur, meira en mig dreymdi um," sagði Torres.

„Án nokkurs vafa þá verður þetta sá mikilvægasti, sérstakasti og yndislegasti leikur lífs míns."

„Allt það sem ég get gert með félaginu sem gaf mér tækifæri til þess að byrja ferilinn, liðið sem ég hef verið aðdáandi af síðan ég var fimm ára gamall, er öðruvísi en allt annað sem ég hef unnið."


Torres er á láni hjá Atletico frá AC Milan, en samningur hans við ítalska félagið rennur út í sumar og spurning hvað verður um hann eftir það. Atletico er sagt hafa boðið honum nýjan samning
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner