Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 28. maí 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Tottenham spilar Meistaradeildarleiki á Wembley
Mynd: Getty Images
Tottenham ætlar að spila heimaleiki sína í Meistaradeildinni á næsta tímabili á Wembley en ekki á White Hart Lane.

Þetta er gert til þess að gefa fleiri stuðningsmönnum liðsins kost á að mæta á leikina.

White Hart Lane tekur 36,284 áhorfendur á meðan 90 þúsund manns komast á Wembley.

50 þúsund manns eru á biðlista eftir ársmiðum hjá Tottenham og eftirspurn eftir miðum á leiki liðsins er því mikil.

Tottenham er að byggja nýjan leikvang sem á að vera tilbúinn sumarið 2018. Félagið á möguleika á að spila heimaleiki sína í öllum keppnum á Wembley tímabiið 2017/2018 ef fyrirkomulagið með Meistaradeildarleikina gengur vel næsta vetur.
Athugasemdir
banner
banner