Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2016 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikur: Markvörður Stjörnunnar lék í óvæntum sigri
Duwayne Kerr
Duwayne Kerr
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Síle 1 - 2 Jamaíka
0-1 Clayton Donaldson (´36 )
0-2 Joel Grant (´53 )
1-2 Nicolás Castillo (´82 )

Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, er á leið á Copa America með landsliði Jamaíka en fyrsti leikur liðsins þar er 5. júní.

Hann og liðsfélagar hans hjá Jamaíka eru nú í fullum undirbúningi, en liðið mætti Síle, sem einnig er á leið á Copa America, í æfingaleik í nótt.

Síle er talið með gríðarlega sterkt landslið og er liðið meðal annars ríkjandi Suður-Ameríkumeistari.

Því var búist við sigri þeirra gegn Jamaíka, en svo fór að Jamaíka gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 á útivelli.

Kerr lék seinni hálfleikinn fyrir Jamaíka, en hann kom til Stjörnunnar fyrr á þessu ári og hefur tímabilið með mikilli prýði.
Athugasemdir
banner
banner
banner