Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2016 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane: Ronaldo verður 100% klár í úrslitaleikinn
Ronaldo og Zidane ræða hér saman.
Ronaldo og Zidane ræða hér saman.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, helsti stjörnuleikmaður Real Madrid, er 100% klár í úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld að sögn þjálfarans Zinedine Zidane.

Ronaldo neyddist til að draga sig í hlé á æfingu í vikunni vegna meiðsla í hné, en þrátt fyrir það er hann klár í úrslitaleikinn í kvöld.

Real mætir nágrönnum sínum í Atletico í úrslitaleiknum, sem hefst klukkan 18:45 á San Siro í Mílanó. Leikurinn er opinni dagsskrá á Stöð 2 Sport.

„Hann er 100 prósent í augnablikinu. Það var eitthvað sem var að angra hann fyrir leikinn gegn Man. City, en ég held að það sé allt í lagi með hann núna," sagði Zidane.

„Það var eitthvað smá vandamál hjá honum, en það er allt öðruvísi núna. Hann verður 100 prósent."

Real Madrid verður þó án krafta Raphael Varane í leiknum, en hann mun einnig missa af EM með Frökkum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner