Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 28. maí 2017 18:26
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Björn Sólmar: Hvorugt liðið átti skilið að tapa
Björn Sólmar var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap gegn Þrótti
Björn Sólmar var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap gegn Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta var rosalega svekkjandi tap. Þetta var náttúrulega bara leikur sem að hvorugt liðið átti skilið að tapa og bæði lið áttu skilið að vinna 1-0. Þetta er bara þannig leikur og því miður þá lentum við hinum megin núna en svona er fótboltinn stundum," sagði Björn Sólmar Valgeirsson þjálfari Víkings Ólafsvík eftir tap gegn Þrótti fyrr í dag. Sigurmark Þróttar kom á lokamínútu leiksins og tapið því afar svekkjandi. Þrátt fyrir tapið segist Björn Sólmar geta tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Víkingur Ó.

„En það er fullt jákvætt. Við náttúrulega skíttöpuðum á móti Selfoss heima síðast þannig að baráttan og viljinn og allt í þessum leik var til fyrirmyndar."

Víkingur Ó. er með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðir Íslandsmótsins og hefur enn ekki náð að skora mark. Það er áhyggjuefni fyrir þjálfarann en liðið saknar helsta markaskorara síns sem gæti misst af tímabilinu vegna meiðsla.

„Maður hefur alltaf áhyggjur þegar maður nær ekki að skora. Maður vinnur ekki fótboltaleiki nema skora. Við lendum náttúrulega í því núna að senterinn okkar sem við fengum fyrir tímabilið, hún Samira. Hún er búin að vera hjá okkur síðustu ár og hún er meidd og óvíst með hennar þátttöku í sumar. Við erum í dálítið vondum málum þar. En við sköpuðum okkur færi í dag til að skora. Við þurfum bara að finna nýjar leiðir til að skora í raun og veru," sagði Björn Sólmar og var í kjölfarið spurður út í sóknarmanninn sem hann stillti fram í dag en Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir spilaði lengi stöðu markvarðar en ákvað fyrir nokkrum árum að reyna fyrir sér sem útileikmaður.

„Hún ætti nú að vita hvernig á að skora hjá markmönnum. Unnbjörg var náttúrulega einu sinni markmaður en er búin að spila sem útileikmaður í nokkur ár. Hún er úti háskóla og við fengum hana bara. Það er rosa mikil ógn af henni og vonandi fer hún bara að setj'ann."

Næsti leikur Víkinga Ó. er gegn toppliði HK/Víkings á útivelli. Björn Sólmar býst við að nálgast þann leik á svipaðan hátt og leikinn í dag.

„Við nálgumst þann leik svipað og þennan leik. Þrótturum var spáð fyrir ofan okkur. Flestum liðum var náttúrulega spáð fyrir ofan okkur en HK/Víkingur eru með Pepsi-deildarlið. Þær eru svakalega sterkar. Þær eru búnar að reyna að komast upp úr þessari 1. deild í mörg, mörg ár. Alltaf með sama liðið og alltaf klikkar eitthvað hjá þeim. En þær eru rosalega góðar. Þannig að eins og í dag verðum við að byggja á sterkum varnarleik og reyna að nýta skyndisóknir."
Athugasemdir
banner
banner
banner