Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
   sun 28. maí 2017 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Davíð Kristján: Fékk að heyra það eftir Cheerios-auglýsinguna
Mynd: Samsett
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, var í viðtali sem tók óvænta stefnu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

Það hefur mikið gengið á í Kópavoginum en Davíð segir að leikmannahópnum hafi gengið ágætla að díla við það sem hefur verið í gangi.

„Klefinn er þannig að við erum allir svo góðir vinir en það er fínt að það sé komin smá ró," segir Davíð en Blikar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir lögðu Víking Reykjavík í síðustu umferð. Davíð var meðal markaskorara. „Það var geggjað, vonandi náum við að tengja nokkra sigra. Svo er alltaf gaman að skora."

Í kvöld klukkan 18 leikur Breiðablik við Víking Ólafsvík á Kópavogsvelli. Það er fyrsti leikur Blika undir stjórn Milos Milojevic.

„Við erum búnir að fara vel í hlutina og Milos hefur komið með punkta um það sem hann vill sjá. Ég vona að við náum þremur stigum. Við ætlum að fara að gera Kópavogsvöll að okkar heimavelli og fara að vinna einhverja leiki þar," segir Davíð.

Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Blika, færði Davíð af kantinum og í bakvörðinn.

„Það var líklegast af því að ég skoraði svo lítið! Eftir að maður fór í bakvörðinn fór maður að skora miklu meira. Ég var ekki að „delivera" á kantinum en fór að leggja meira upp og skora eftir að ég fór í bakvörðinn. Addi sagði að hann vildi sjá mig spila í þessari stöðu og mér líður mjög vel í þessari stöðu."

Davíð var í fimleikum þegar hann var yngri og snerti einnig á leiklistinni. Hann lék Litla íþróttaálfinn í vinsælum Latabæjarþætti.

„Selma Björns talaði við mig. Ég var í fimleikum og var búinn að vera í leikritum, Kardimommubænum og fleiru. Ég fór í einhverjar sex til sjö prufur áður en ég var valinn. Tökurnar stóðu yfir í 2-3 vikur. Ég talaði á ensku en svo var „döbbað" yfir það. Einhver stelpa talaði fyrir mig," segir Davíð hlæjandi.

Hann segist þó mest hafa fengið að heyra það fyrir að leika í Cheerios-auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Hann rifjar upp þegar drullað var yfir hann á Stjörnuvellinum þegar hann var í 4. flokki. Viðtalið við Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner