Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 28. maí 2017 19:54
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli: Hann henti sér í tveggja fóta tæklingu
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru ágætis punktar í þessum leik, en við fengum þrjú mörk í andlitið á alltof stuttum kafla í fyrri hálfleik. Það skilaði þeim þessum sigri í dag," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK eftir 0-3 tap heima gegn Fylki í Inkasso deildinni í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Fylkir

Fylkir skoraði öll mörkin á 13 mínútna kafla í lok fyrri hálfleiksins og gerði í raun út um leikinn með því.

„Ég var ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur. Við ákváðum að fara grjótharðir inn í hann, ætluðum að gefa ekki færi á okkur og hefðum alveg getað náð einu eða tveimur mörkum ef þetta hefði dottið aðeins með okkur. Við komumst í fína stöðu. Ég er drullu svekktur en við enduðum þetta samt sem áður með ágætan seinni hálfleik."

Jóhannes Karl skammaðist í Elíasi Inga Árnasyni dómara í hálfleik en aðspurður út í það atvik minntist hann á tæklingu Ásgeirs Eyþórssonar á Ingimar Elí Hlynsson í miðjuboganum á 42. mínútu en upp úr henni skoraði Fylkir annað markið sitt.

„Maður er alltaf eitthvað ósáttur við dómarann og það er ekki alltaf sanngjarnt af manni. Maður æsist upp öðru hvoru en mér fannst vera tveggja fóta tækling hjá Ásgeiri Eyþórssyni. Hann hendir sér í tveggja fóta tæklingu inni á miðjunni og eftir mínum skilningi er bannað að tækla þannig. Ég var ósáttur við það því mér fannst þetta tveggja fóta tækling sem er ekki lögleg."

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner