Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. maí 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mertens framlengir hjá Napoli (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Dries Mertens hefur staðið sig afar vel með Napoli á tímabilinu.

Mertens, sem er þrítugur, er búinn að skora 27 mörk og leggja 9 upp í 34 deildarleikjum.

Lið á borð við Inter og Manchester United vilja kaupa Mertens, sem batt enda á þær sögusagnir þegar hann skrifaði undir nýjan samning í gær.

Samningurinn gildir til 2020, en þá verður Mertens 33 ára gamall.

Napoli missti Gonzalo Higuain til Juventus í fyrra og ætlar eigandi Napoli, Aurelio De Laurentiis, ekki að missa aðra stórstjörnu.

„Ég er ekki hrifinn af kaupákvæðum í samningum eftir að Juve keypti Higuain frá okkur," sagði De Laurentiis.

„Ég lærði af mistökunum og í samningi Mertens gildir kaupákvæðið aðeins ef kínversk lið eru að bjóða í hann. Stuðningsmenn geta verið alveg rólegir, Mertens mun ekki spila fyrir annað ítalskt lið heldur en Napoli."

Í heildina gerði Mertens 33 mörk í 45 leikjum á tímabilinu og lagði 11 upp.
Athugasemdir
banner
banner