Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. maí 2017 20:56
Elvar Geir Magnússon
Milos vonar að Oliver verði í hóp í næsta leik
Oliver í leiknum gegn KA í fyrstu umferð.
Oliver í leiknum gegn KA í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og ekkert leikið síðan í tapinu gegn KA í fyrstu umferð.

Oliver var ekki í hópnum í kvöld þegar Blikar unnu Víking Ólafsvík en þjálfari Kópavogsliðsins, Milos Milojevic, vonast til að Oliver geti verið í hópnum í næsta leik þegar Breiðablik mætir ÍA á Akranesi.

„Meiðslin eru að lagast og ég vonast til að hann verði í hóp í næsta leik. Hversu mikið hann mun geta spilað verður að koma í ljós. Hann æfir í vikunni. Hann er okkur mikilvægur og kemur vonandi sem fyrst til baka. Það er törn framundan," segir Milos.

Oliver er 22 ára og er í hópi bestu miðjumanna deildarinnar. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni eru Blikar búnir að vinna tvo í röð.
Milos: Ég tek ekki hausinn af honum fyrir þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner