Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 28. maí 2017 19:49
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Nik Chamberlain: Þurfum að læra að slaka á og spila okkar leik
Nik Chamberlain var ánægður með stigin 3 þó að frammistaðan hafi ekki verið frábær
Nik Chamberlain var ánægður með stigin 3 þó að frammistaðan hafi ekki verið frábær
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er ánægður með að fá 3 stig. Og eins og ég sagði við stelpurnar núna áðan þá er það allt sem skiptir máli þegar uppi er staðið. Frammistaðan var ekki frábær. Við héldum áfram að reyna og við fengum nokkur opin færi sem við hefðum getað nýtt og gert leikinn auðveldari fyrir okkur. En við fengum 3 stig og það er það sem skiptir máli,” sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir 1-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á lokamínútu leiksins og sigurinn því torsóttur. Síðasti leikur Þróttar var bikarleikur gegn ÍA á þriðjudaginn síðasta þar sem þurfti að grípa til framlengingar þar sem Þróttur náði að knýja fram sigur. Nik telur að þessi leikur hafi mögulega setið aðeins í sínum leikmönnum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Víkingur Ó.

„Eftir á að hyggja þá held ég það. Við æfðum nokkrum sinnum í þessari viku og stelpurnar litu út fyrir að vera nokkuð ferskar. Ég held að það hafi líka haft áhrif að við vorum ekki alveg tilbúin í hversu ákafar og hraðar leikmenn Víkings Ó. mættu til leiks. Þær komu okkur svolítið á óvart og eiga hrós skilið fyrir það. Ég held að stelpurnar hafi líka verið svolítið stressaðar. Fyrstu heimaleikurinn og það eru ákveðnar væntingar gerðar til þeirra. Stundum þurfa þær bara að læra að slaka á og spila okkar leik.”

Þróttur er nú með 6 stig eftir 3 umferðir og situr í 4.-5. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og sömu markatölu og Keflavík. Fyrir mót var þeim spáð 6. sætinu en Nik er ekki á því að sú verði niðurstaðan í lok móts þó að honum finnist spáin sanngjörn miðað við síðasta sumar og undirbúningstímabil.

„Byggt á úrslitum síðasta sumars þar sem við enduðum í 4. sæti í okkar riðli og fengum með því síðasta sætið í fyrstu deild þessa árs og úrslitum undirbúningstímabilsins, sem voru ekki frábær, þá held að 6. sætið hafi verið sanngjörn spá. Munum við enda þar? Ég vona ekki. Ég býst ekki við því. En þetta er langt mót og eins og við höfum séð um þessa helgi þá getur allt gerst.”

Næstu leikir Þróttar eru gegn Pepsideildarliði Hauka á föstudaginn og Sindra á mánudaginn. Þrátt fyrir þétta dagskrá er Nik bjartsýnn fyrir þessa leiki.

„Já, með bikarkeppninni þá hefur verið spilað mjög þétt. Það er hluti af ástæðunni fyrir því að við vonumst til að vera með nægilega stóran hóp til að getað rúllað aðeins á leikmönnum. Ég tel okkur eiga séns gegn Haukum, þetta er bikarleikur, allt getur gerst. Svo spilum við aftur á mánudaginn, en þetta er eins fyrir Sindra, þær spila alveg jafn þétt og eins önnur lið líka. Þetta verður erfitt en ef við höldum áfram að vinna og höldum réttri stemningu í hópnum þá ætti allt að vera í góðum málum.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner