Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. maí 2017 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Björn Bergmann skoraði - Álasund að standa sig
Aron Elís Þrándarson er einn af þremur Íslendingum sem byrjuðu fyrir Álasund í dag.
Aron Elís Þrándarson er einn af þremur Íslendingum sem byrjuðu fyrir Álasund í dag.
Mynd: Getty Images
Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliðinu hjá Álasundi er liðið mætti Brann í norsku toppbaráttunni.

Adam og Daníel léku allan leikinn en Aroni var skipt af velli á 73. mínútu. Leikurinn var nokkuð jafn og er Brann á toppi deildarinnar með 21 stig, þremur stigum meira en Íslendingaliðið öfluga.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn í liði Tromsö sem steinlá gegn Lilleström í leik þar sem Erling Knudtzon setti þrennu í síðari hálfleik.

Lilleström er í fallsæti en Tromsö er tveimur stigum fyrir ofan, þó aðeins fimm stigum frá íslensku peyjunum í Álasundi eftir 11 umferðir.

Þá skoraði Björn Bergmann Sigurðarson síðasta markið í 3-1 sigri Molde gegn Stabæk. Magnús Óttar Karlsson sat allan tímann á bekk Molde, sem er í 7. sæti, fjórum stigum frá Brann.

Molde 3 - 1 Stabæk
1-0 J. Toivio ('4)
2-0 F. Brustad ('37)
2-1 L. Kassi ('58)
3-1 Björn Bergmann Sigurðarson ('92)
Rautt spjald: F. Aursnes, Molde ('61)

Lilleström 4 - 1 Tromsö
0-1 M. Ingebrigtsen ('1)
1-1 S. Udoji ('9)
2-1 E. Knudtzon ('54)
3-1 E. Knudtzon ('73)
4-1 E. Knudtzon ('78)
Rautt spjald: K. Antonsen, Tromsö ('63)

Brann 1 - 1 Álasund
1-0 K. Ramsteijn ('34, sjálfsmark)
1-1 E. Gyasi ('81)
Rautt spjald: S. Nilsen, Brann ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner