sun 28. maí 2017 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Valur tapaði í Grindavík - Stjarnan með forystu
Stjörnumenn fagna í kvöld.
Stjörnumenn fagna í kvöld.
Mynd: Gunnar jónatansson
Grindavík lagði gífurlega sterkt lið Vals.
Grindavík lagði gífurlega sterkt lið Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Stjarnan hafði betur gegn Fjölni er liðin mættust í Grafarvogi í kvöld.

Guðjón Baldvinsson kom Garðbæingum yfir snemma leiks og gerði Hólmbert Aron Friðjónsson tvennu snemma í síðari hálfleik.

Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson lagði öll mörk Stjörnumanna upp, tvisvar sinnum eftir laglegan undirbúning frá Hilmari Árna Halldórssyni.

Marcus Solberg gerði eina mark Fjölnis á 76. mínútu eftir fyrirgjöf frá Þóri Guðnasyni. Meira var ekki skorað og Stjarnan er með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar.

Grindavík lagði þá Val að velli í afar fjörugum leik þar sem Andri Rúnar Bjarnason gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Alexander Veigar Þórarinsson var rekinn af velli fyrir heldur litlar sakir á 84. mínútu en vörn Grindvíkinga stóð sig gríðarlega vel og hélt áköfum Valsörum frá því að jafna.

Fjölnir 1 - 3 Stjarnan
0-1 Guðjón Baldvinsson ('4)
0-2 Hólmbert Aron Friðjónsson ('57)
0-3 Hólmbert Aron Friðjónsson ('62)
1-3 Marcus Solberg ('76)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Grindavík 1 - 0 Valur
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('50)
Rautt spjald: Alexander VEigar Þórarinsson, Grindavík ('84)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner