Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. maí 2017 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sir Alex: Celtic á stærsta afrek knattspyrnusögunnar
Mynd: Getty Images
Hinn goðsagnakenndi Sir Alex Ferguson telur skosku meistarana í Celtic eiga stærsta afrek knattspyrnusögunnar.

Celtic varð fyrsta breska liðið til þess að hampa evrópska bikarnum, sem er Meistaradeildin í dag, árið 1967.

Celtic, sem vann skosku deildina og bikarinn sama ár, hafði betur gegn Inter í úrslitaleiknum með 2-1 sigri.

Það sem gerði sigurinn svona merkilegan er sú staðreynd að 10 af 11 byrjunarliðsmönnum Celtic fæddust innan 10 mílna radíus frá heimavelli félagsins í Glasgow. Sá ellefti, Bobby Lennox, fæddist 30 mílum frá leikvangingum.

„Það hefði alls enginn trúað þessu á sínum tíma, menn hefðu verið talið klikkaðir hefðu þeir nefnt sigur í Evrópukeppni sem raunhæfan möguleika fyrir 1967," sagði Ferguson á 50 ára afmælisdegi sigursins gegn Inter.

„Að Celtic hafi tekist þetta með 11 leikmönnum sem fæddust í 25 mílna radíus er undravert, þetta mun aldrei gerast aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner