Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 28. maí 2017 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Með nánast algera yfirburði á vellinum
Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR í Pepsi-deild karla, var örlítið svekktur með 2-2 jafntefli sem liðið gerði við meistaralið FH í dag. KR-ingar voru töluvert öflugri í dag en tókst þó ekki að gera út um leikinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 FH

KR-ingar voru mun samstilltari en FH-ingar í kvöld og voru að skapa sér mun meira af færum. FH-ingar nýttu sín betur og er Willum helst ósáttur við að liðið sé að leka inn mörkum.

„Ég er það. Þetta eru blendnar tilfinningar. Mér finnst KR-liðið hafa spilað frábæran leik en við verðum að vera gagnrýnir á okkur sjálfa og við höfum lekið mörkum," sagði Willum.

„Að elta leik eins og þennan þar sem við erum með nánast algera yfirburði á vellinum í 90 mínútur. Að koma svo til baka tvisvar á móti jafn sterku liði og FH er, er auðvitað frábært. Eitt stig er pínu súrt en við verðum að virða það stig og það mun telja þegar sigrarnir koma."

„Ef við höldum áfram að spila svona þá munum við sigla inn sigrum."


FH-ingar breyttu leikkerfi sínu í 4-3-3 en liðið hefur verið að spila þriggja manna vörn undanfarið.

„Við vorum búnir að búa okkur undir það. Þeir gera breytingu í Fjölnisleiknum og ná sínum besta kafla þegar þeir skipta á 56. mínútu og þá fara að virka færslur sem þeir hafa haft í pokahorninu í langan tíma og við áttum alveg von á þessu."

KR-ingar eru í fimmta sæti með 7 stig en Willum telur það ekki ásættanlegt.

„Það er ekki ásættanlegt en það er svakalegt að segja að það sé ekki ásættanlegt og segja svo að við verðum að sætta okkur við það. Við viljum alltaf meira og viljum sigra á heimavelli. Mér fannst frammistaðan hafa boðið upp á fleiri stig en við erum sjálfum okkur verstir. Ég ítreka það að við þurfum að vera gagnrýnir á að verja markið okkar betur."

„Sama er á móti Val. Fyrsta atlaga Valsmanna fór í markið og fyrsta atlaga FH-inga. Það er auðvitað svekkjandi, það þýðir ekkert að væla yfir því bara bæta það."


„Öll liðin í þessari deild eru sterk. Ef þú ert ekki alveg með fulla einbeitingu og ferð ekki fulla ferð í hvern einasta leik þá fer illa," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner