Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 28. júní 2016 09:45
Fótbolti.net
Hófið - Vögguvísa og kveðjustund
Lokahóf 8. umferðar Pepsi-deildarinnar
Nóg var öryggisgæslan í leik KR og ÍA.
Nóg var öryggisgæslan í leik KR og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Hermann Hreiðars. og Marseille húfan
Hermann Hreiðars. og Marseille húfan
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að lokahófi Pepsi-deildarinnar. Leikirnir í umferðinni voru ekki með fjörugasta móti flestir en spennan heldur sér og óhætt að segja að stöðutaflan sé einn grautur!

Leikur umferðarinnar: KR - ÍA
Bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda úr þessum leik. KR leiddu þangað til á 83. mínútu leiksins þegar Garðar Gunnlaugsson jafna úr vítaspyrnu. Það var síðan ekki fyrr en á 93. mínútu sem sigurmarkið kom og það var af dýrari gerðinni frá Garðari. Þetta reyndist vera síðasti leikur KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. og Gumma Ben. sem sagt var upp störfum daginn eftir.

Mark umferðarinnar: Garðar Gunnlaugsson
Sigurmark Garðars gegn KR var af dýrari gerðinni. „Löng sending fram og Stefán Logi, markvörður KR, ákveður að skalla frá. Garðar Gunnlaugsson fær boltann fyrir utan teig og hamrar honum í markið. Þvílíkt og annað eins.” - Þannig var markinu lýst í textalýsingu af leiknum.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Ágúst Gylfason
Hefur náð að slípa saman gott og skemmtilegt Fjölnislið þrátt fyrir miklar breytingar frá síðasta tímabili. Eru í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH. Hafa verið í markastuði í sumar og skorað 21 mark í deildinni, sjö mörkum fleira en næsta lið sem er Stjarnan. Frábær árangur það sem af er, hjá lærisveinum Ágústar sem er að gera kraftaverk í Grafarvoginum.

EKKI lið umferðarinnar:

Það voru þónokkrir leikmenn sem áttu langt í frá sinn besta leik í þessari umferð og spurning hvort EM hafi eitthvað verið að trufla einbeitinguna hjá mönnum.

Markaþurrð umferðarinnar: Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hefur ekki enn náð inn marki í Pepsi-deildinn í sumar í þeim átta leikjum sem hann hefur spilað. Var fyrir munað að skora í leiknum gegn ÍA.

Vögguvísa umferðarinnar: Breiðablik - Valur
Það var ekki boðið upp á mikla skemmtun á Kópavogsvellinum á föstudagskvöldið. Steindautt jafntefli.

Hausverkur umferðarinnar: Varnarleikur Þróttara
Fjölnir fór illa með Þróttara í Laugardalnum. 5-0 sigur Fjölnis staðreynd þar sem Birnir Snær, Martin Lund og Þórir Guðjónsson fóru á kostum. Þróttur hefur fengið á sig 21 mark í fyrstu átta umferðunum, sex mörkum fleiri en næsta lið. Rúmlega 2,5 mörk fengin á sig í hverjum leik. Það er of mikið.

Kveðjustund umferðarinnar: Bjarni Guðjóns. og Gummi Ben.
Tap KR gegn ÍA var síðasti leikur KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. og Gumma Ben. sem voru sagt upp störfum morguninn eftir. Þeir félagar tóku við KR-liðinu fyrir tímabilið 2015. Gengi liðsins í ár hefur afleitt og níu stig í fyrstu átta umferðunum er allt annað en ásættanlegt í Frostaskjólinu.

Húfa umferðarinnar: Marseille húfan
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis skartaði Marseille derhúfu í leik FH og Fylkis í Kaplakrika. Hermann hefur líklega fengið húfuna þegar hann fór til Marseille að horfa á leik Íslands og Ungverjalands á EM.

Meiðsla-pési umferðarinnar: Avni Pepa
Avni Pepa leikmaður ÍBV átti ágætis leik í 1-0 tapi gegn Stjörnunni. Hann varð fyrir ökklameiðslum um miðjan síðari hálfleik. Pepa er nefbrotinn fyrir og það ætlar ekki af honum að láta.

Dómari umferðarinnar: Erlendur Eiríksson - 9
Erlendur dæmdi leik Þróttar og Fjölnis. Kannski ekki erfiðasti leikurinn til að dæma en hann fékk 9 í einkunn. Hafði gott vald á leiknum og vítaspyrnan réttilega dæmd.
Athugasemdir
banner
banner
banner