Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 28. júní 2016 23:42
Þorsteinn Haukur Harðarson
Batshuayi á leið til Chelsea fyrir stórfé
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi, framherji Belgíu og franska liðsins Marseille, er á leið til Chelsea samkvæmt heimildum L´Equipe í Frakklandi. Samkvæmt heimildunum verður þetta opinberað á morgun.

Batshuayi er sagður hafa samþykkt fimm ára samining við Chelsea en kaupverðið er um 40 milljónir evra.

Crystal Palace bauð 38 milljónir evra í leikmanninn sem er 22 ára gamall en hann hafnaði því til að fara til Chelsea.

Hann er nú staddur með Belgíu á EM og skoraði eitt af mörkum liðsins í 4-0 sigri gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum.

Batshuayi verður fyrsti leimaðurinn sem nýr þjálfari Chelsea, Antonio Conte, kaupir.
Athugasemdir
banner
banner
banner