Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. júní 2016 09:13
Þorsteinn Haukur Harðarson
Blaðamaður Daily Mirror vill ekki sjá Englending í starf landsliðsþjálfara
Hodgson sagði af sér í gær.
Hodgson sagði af sér í gær.
Mynd: Getty Images
Englendingar eru vægast sagt pirraðir eftir tap enska landsliðsins gegn því íslenska í 16-liða úrslitum EM í gær.

Roy Hodgson hætti sem þjálfari landsliðsins eftir leikinn og í kjölfarið hefur skapast mikil umræða um hver eigi að taka við liðinu.

John Cross, þaulreyndur íþróttafréttamaður Daily Mirror, segir að nú sé mikilvægast að fá besta mögulega manninn í starfið. Hann er jafnframt á því að það eigi ekki að vera Englendingur.

Hann segist vera búinn að fá nóg af enskri vitleysu fyrir eina viku og er þar væntanlega að vísa til Brexit málsins.

Tíst hans má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner