Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júní 2016 16:45
Þorsteinn Haukur Harðarson
Enskur útvarpsmaður trylltur á Twitter eftir tap Englands
Enska landsliðið er ekki vinsælt í dag.
Enska landsliðið er ekki vinsælt í dag.
Mynd: Sky
Útvarpsmaðurinn Danny Baker er vinsæll í Englandi, sér í lagi vegna þess að hann er ekki vanur að skafa af hlutunum. Hann segir einfaldlega það sem honum finnst.

Á því varð enginn breyting eftir tap Englands gegn Íslandi í gær en hann fór hamförum á Twitter og blótaði yfir allt og alla.

Kallaði hann leikmenn enska liðsins meðal annars „Ónothæfi og oflaunaða aumingja og sagði þeim að skammast sín.

Þá sagði hann jafnframt að enginn ætti að kaupa miða á leiki Englands í undankeppninni, liðið hafi orðið sér til skammar og ætti ekki skilið að fólk kæmi að horfa.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst en við bendum þeim sem eru viðkvæmir fyrir grófu orðbragði að renna ekki neðar í fréttina.





















Athugasemdir
banner