þri 28. júní 2016 20:50
Þorsteinn Haukur Harðarson
ESPN telur sigur Íslands í gær ein óvæntustu úrslit sögunnar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ESPN setur sigur íslenska landsliðsins gegn Englandi í gær í flokk með óvæntustu úrslitum knattspyrnusögunnar.

Vefsíða ESPN tók saman lista yfir óvæntustu úrslitin og þar er sigur Íslands í gær.

Flestir áttu von á þægilegum sigri Englands en annað kom heldur betur á daginn. Ísland vann sögulegan 2-1 sigur.

Í öðrum óvæntum úrslitum á listanum má meðal annars finna sigur Danmerkur gegn Þýskalandi í úrslitum EM árið 1992 og sigur Senegal gegn Frökkum á HM árið 2002.

Einnig er minnst á frækinn sigur Færeyja gegn Grikklandi árið 2014 en það er ekki í eina skiptið sem Grikkland kemst á listann því sigur gríska landsliðsins á EM 2004 er að sjálfsögðu á listanum.

1. USA 1-0 Englan (1950)
2. Norður Kórea 1-0 Ítalía (1966)
3. Argentína 0-1 Kamerún (1990)
4. Grikkland 0-1 Færeyjar (2014)
5. Frakkland 0-1 Senegal (2002)
6. Portúgal 0-1 Grikkland (2004)
7. England 1-2 Ísland (2016)
8. Fílabeinsströndin 0-0 Zambía (2012)
*Zambía vann eftir vítaspyrnukeppni
9. Spánn 0-1 Norður Írland (1982)
10. Danmörk 2-0 Þýskaland (1992)

Athugasemdir
banner
banner