Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. júní 2016 08:56
Elvar Geir Magnússon
Grafarþögn í rútu Englands
Icelandair
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið er á leið heim til Englands eftir að hafa fallið úr leik gegn Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi.

„The road to nowhere" segir Mirror sem er með fréttamann fyrir utan liðshótel Englands í Nice. Þar er rúta mætt til að flytja hópinn á flugvöllinn þar sem flogið verður heim.

Roy Hodgson neitaði að segja eitt einasta orð við stuðningsmenn og fjölmiðla sem voru fyrir utan.

Fréttamaður Mirror segir að það ríki grafarþögn í rútunni og einnig í kringum hótelið. Hvorki sé baulað né fagnað.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner