Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júní 2016 13:22
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hildur Sif líklega með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Breiðabliks hefur orðið fyrir áfalli því Hildur Sif Hauksdóttir, leikmaður liðsins, er meidd og óttast er að hún hafi slitið krossband.

Hildur Sif meiddist á æfingu fyrir skemmstu og var strax óttast að krossbandið hafi slitnað.

Miklar bólgur hafa komið í veg fyrir að myndatökur geti staðfest krossbandaslit en þó er ljóst að hún verður frá í einhvern tíma.

Ef um krossbandaslit er að ræða er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist hjá Hildi en hún sleit krossband árið 2011.

Hún spilaði 17 leiki með liðinu í fyrra þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari og spilaði fjóra fyrstu leiki liðsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner