Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júní 2016 11:12
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Wright: Eins og að horfa á Space Jam myndina
Icelandair
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, er einn af þeim sem er allt annað en ánægður með leik enska landsliðsins í tapinu gegn Íslandi í gær.

Hann var sérfræðingur ITV sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn og líkti hann leiknum við Space Jam myndina þar sem skrímsli ná að stela hæfileikum körfuboltamanna.

"Ég get ekki hætt að hugsa um Space Jam myndina í samhengi við þennan leik," sagði Ian Wright.

"Þetta er bókstaflega óásættanleg frammistaða og ég er eyðilagður. Ég trúi þessu ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner