Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júní 2016 22:36
Þorsteinn Haukur Harðarson
KSÍ fær 345 milljón krónur fyrir sigurinn í gær - Leikmenn fá vænan skerf
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ fékk 2,5 milljónir Evra í verðlaunafé frá UEFA fyrir sigurinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Það er Viðskiptablaðið sem greindi frá þessu í dag.

Fyrir hafði KSÍ Fengið 1,5 milljónir Evra í verðlaun fyrir að komast upp úr riðlinum.

Leikmenn og þjálfarar fá hluta af vinningsupphæðinni og samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins fengu þeir tæpar 10 milljónir hver fyrir sigurinn í gær.

Eftir jafnteflin gegn Portúgal og Ungverjalandi auk sigursins gegn Austuríki og síðan gegn Englandi í gær hefur hver og einn fengið um 18 milljónir í bónus samkvæmt fréttinni.

Fyrir sigur gegn Frakklandi í átta liða úrslitunum bjóðast svo 550 milljónir íslenskra króna og er talið að hver og einn fái um 15 milljónir í bónus af því.


Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner