Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 28. júní 2016 14:00
Fótbolti.net
Lið 5. umferðar í Pepsi kvenna: Hallbera og Hughes í þriðja sinn
Hallbera er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.
Hallbera er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Anasi skoraði eitt af mörkum ÍBV gegn ÍA.
Anasi skoraði eitt af mörkum ÍBV gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn var öflug gegn Val.
Þórdís Hrönn var öflug gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net gerir Pepsi-deild kvenna góð skil í sumar. 5. umferðin fór fram um helgina og nú er komið að því að opinbera lið umferðarinnar.


Berglind Hrund Jónasdóttir markvörður Stjörnunnar hélt hreinu í stórleik umferðarinnar þegar Stjarnan sigraði Val örugglega, 3-0 á heimavelli. Auk hennar eru þær Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Ana Victoria Cate í úrvalsliðinu en þær skoruðu fyrstu tvö mörk Stjörnunnar í leiknum og áttu góðan leik, þá sérstaklega Cate í þeim fyrri.

Natasha Anasi stóð vaktina vel í miðverðinum hjá ÍBV í 2-0 sigri á botnliði ÍA í Vestmannaeyjum. Hún kom ÍBV á blað í leiknum með góðu marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Hallbera Guðný Gísladóttir og Esther Rós Arnarsdóttir eru fulltrúar Breiðabliks í liði umferðarinnar en þær unnu Fylki á útivelli 1-0.

KR vann nokkuð óvæntan 4-3 sigur á Selfossi eftir að hafa lent 3-1 undir í leiknum. Sara Lissy og Ásdís Karen Halldórsdóttir voru frábærar í liði KR í leiknum en hjá Selfoss var framherjinn Lauren Hughes best. Hún gerði tvö mörk í leiknum en það dugði ekki til.

Þór/KA vann stóran sigur á FH í Kaplakrika, 4-0. Andrea Mist Pálsdóttir var öflug á miðjunni og auk þess var Sandra Stephany hættuleg fremst norðanstúlkna en hún skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins í leiknum.

Úrvalslið 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna
Berglind Hrund Jónasdóttir - Stjarnan

Ana Victoria Cate - Stjarnan
Natasha Anasi - ÍBV
Hallbera Guðný Gísladóttir - Breiðablik

Ásdís Karen Halldórsdóttir - KR
Andrea Mist Pálsdóttir - Þór/KA
Sara Lissy - KR
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - Stjarnan

Sandra Stephany - Þór/KA
Lauren Hughes - Selfoss
Esther Rós Arnarsdóttir - Breiðablik


Athugasemdir
banner
banner
banner