Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júní 2016 17:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Nani á leið til Valencia
Nani í leik gegn Íslandi á EM
Nani í leik gegn Íslandi á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nani er á leið til Valencia á Spáni. Þetta er haft eftir forseta Fenerbache.

Nani gerði garðinn frægan með Manchester United en fór svo á lán til Sporting Lissabon í Portúgal áður en hann var selfur til Fenerbache í Tyrklandi.

Undanfarið hefur verið á kreiki orðrómur um að Nani sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og hafa nágrannafélögin Everton og Liverpool verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikmannsins.

Aziz Yildirim, forseti Fenerbache segir hinsvegar að Nani sé á leið til Spánar þar sem hann mun spila með Valencia.

Hann segir að gengið verði frá sölunni þegar Portúgal er úr leik á EM í Frakklandi.
Athugasemdir
banner