Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 28. júní 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo vildi ekki fagna meðan Modric grét
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur útskýrt af hverju hann fagnaði ekki á vellinum eftir 1-0 sigur Portúgal á Króatíu í framlengdum úrslitaleik í 16-liða úrslitum EM.

Luka Modric, liðsfélagi Ronaldo hjá Real Madrid, sat eftir á vellinum og Portúgalinn fór að hughreysta hann.

„Auðvitað er ég ánægður með að við unnum Króatíu," sagði Ronaldo.

„Hins vegar gat ég ekki fagnað á vellinum því að bróðir minn Luka Modric var að gráta. Það er mitt hlutverk að hughreysta bróður minn."
Athugasemdir
banner
banner