þri 28. júní 2016 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Rooney heldur áfram að gefa kost á sér í landsliðið
Fyrirliðarnir kljást í gærkvöldi
Fyrirliðarnir kljást í gærkvöldi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney, landsliðsfyrirliði Englands, segir ekki koma til greina að hætta að gefa kost á sér í enska landsliðið.

Rooney skoraði eina mark Englands í 2-1 tapi gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í gær en fékk engu að síður að heyra það óþvegið frá enskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Roy Hodgson tilkynnti afsögn sína um leið og leiknum lauk en hinn þrítugi Rooney sér enga ástæðu til að hætta með landsliðinu.

„Þetta er mikið áfall því við áttum góðan möguleika á að fara áfram eftir draumabyrjun. Svo fáum við á okkur tvö aulamörk. Þetta er mjög svekkjandi,"

„Það er erfitt að sjá það fyrir sér núna en ég tel framtíðina vera bjarta. Það mun taka tíma að jafna sig á þessu en við verðum að koma sterkari til baka. Ég sagði fyrir keppnina að ég væri stoltur af því að spila fyrir England. Ég er spenntur að sjá hver tekur við og ég mun gefa kost á mér ef krafta minna verður óskað,"
sagði þessi markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner