Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júní 2016 15:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Roy Hodgson sat fyrir svörum: Ég veit ekki hvað ég er að gera hérna
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, fráfarandi stjóri Englands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag en eins og fram kom í gær sagði hann starfi sínu lausu eftir tapið gegn Íslandi í gær.

Hann virtist ekki ánægður með að þurfa að sitja fundinn enda hóf hann fyrsta svar sitt á þeim nótum. 

„Ég veit ekki hvað ég er að gera hérna, ég hélt að yfirlýsingin í gær hafði verið nóg. Ég er ekki lengur þjálfari englands."

Þá sagði hann um leikinn. „Ég er enn að jafna mig á þessu, þetta var ekki gott kvöld. Við vildum ekki fara heim en förum heim sem taplið."

En er enhver eftirsjá í gamla manninum?
„Ég veit það ekki. Tilfinningin er ennþá of hrá til að ég geti metið það." 

Þá bað hann stuðningsmenn Englands afsökunar. „Mér þykir fyrir því að við gátum ekki gefið stuðningsmönnunum úrslitin sem þeir vildu. Við vildum líka ná í góð úrslit. "
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner