Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júní 2016 11:06
Magnús Már Einarsson
Saido Mane til Liverpool (Staðfest)
Mane við undirskrift.
Mane við undirskrift.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur keypt kantmanninn Saido Mane frá Southampton en félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Hinn 24 ára gamli Mane er búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir hjá Liverpool.

Liverpool borgar 34 milljónir punda fyrir Mane en verðið getur hækkað upp í 36 milljónir punda síðar. Ef það gerist þá verður Mane dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en metið núna á Andy Carroll sem kostaði 35 milljónir punda.

„Í dag er stór dagur og ég er mjög ánægður með að skrifa undir hjá einu stærsta félagi í Evrópu," sagði Mane.

Mane er frá Senegal en hann hefur skorað 25 mörk í 75 leikjum með Southampton undanfarin tvö tímabil.

Mane er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar á eftir markverðinum Loris Karius og varnarmanninum Joel Matip.
Athugasemdir
banner
banner
banner