Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. júní 2016 10:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Thierry Henry: Vel gert Ísland
Mynd: Getty Images
Sparkspekingar um allan heim flykkjast nú í stórum stíl á Íslandsvagninn en strákarnir okkar hafa náð að heilla langflesta sem fylgjast með knattspyrnu með framgöngu sinni á EM í Frakklandi.

Fyrrum sóknarmaðurinn Thierry Henry er einn þeirra sem hefur heillast af íslenska liðinu.

Eftir sigurinn gegn Englandi í gær viðurkenndi Henry að sigurinn hafi komið honum á óvart en hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frammistöðu sína.

Eins og flestir vita er Henry franskur og því spurning hvort hann verði jafn heillaður eftir 8-liða úrslitin ef íslenska liðið nær að slá það franska úr keppni.



Athugasemdir
banner
banner