Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. júní 2016 15:56
Þorsteinn Haukur Harðarson
Þrír menn ráða hver verður næsti þjálfari Englands
David Gill kemur að ráðningu nýs þjálfara Englands.
David Gill kemur að ráðningu nýs þjálfara Englands.
Mynd: Getty Images
Á seinasta blaðamanna fundi Roy Hodgson sem þjálfari Englands kom fram að þrír menn munu taka lokaákvörðun um hver tekur við sem næsti þjálfari liðsins.

Mennirnir þrír sem öllu ráða eru Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth.

Martin Glenn er stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins og David Glenn, sem áður var stjórnarformaður Manchester United, er einnig í stjórn sambandsins.

Þá er Dan Ashworth starfsmaður sambandsins.

Martin Glenn sagði að þrímenningarnir myndu leita ráða hjá fleiri einstaklingum og að allt kapp væri lagt á að finna rétta manninn í starfið.

Þá segir hann að leitin að nýjum þjálfara sé núþegar hafin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner