Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 28. júlí 2013 19:45
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var mjög góð frammistaða. Við lentum undir á 3. mínútu, keimlíkt og í Eyjum. Það sem við gerðum betur er að við snérum þessi okkur í hag og hreinsuðum þá skitu," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika eftir 3-1 sigur á ÍBV í kvöld.

Elvar Páll Sigurðsson kom beint inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Tindastóli.

,,Hann spilaði vel í dag. Hann var góður í því sem hann gerði og það er virkilega gott að fá hann þarna inn eins og alla hina."

Ólafur ræddi talsvert við Þorvald Árnason dómara í leikslok. ,,Við Þorvaldur tökum oft spjall eftir leiki og hann er einn af þeim dómurum sem er tilbúinn að ræða hlutina og það er ánægjulegt. Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri og ég spurði hann á móti. Það var álíka," sagði Ólafur sem var þó ekki með púlstölur.

,,Þær eru í reykmettuðum bakherbergjujm hjá Knattspyrnusambandinu þannig að ég hef ekki komist í þær."

Næsti leikur Blika er í Kasakstan á fimmtudag þar sem liðið mætir Aktobe.

,,Það verður spennandi að koma þangað. Ég hef aldrei komið þangað áður og hafði ekki fyrirhugað að fara þangað. Það er fótboltaleikur þarna sem við þurfum að fá góð úrslit í," sagði Ólafur sem hefur kynnt sér Aktobe vel eins og kemur fram í viðtalinu.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir