Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 12:06
Magnús Már Einarsson
Arnar Sveinn í KH (Staðfest)
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur gengið til liðs við KH á láni en hann mun spila með liðinu gegn Kríu í 4. deildinni á morgun.

Arnar Sveinn hefur leikið sinn síðasta leik með Val í sumar þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna í nám í næstu viku.

,,Ég er náttúrulega KH maður í gegn. Hef verið oftar á skýrslu en ég kæri mig um að vita og því var það eina rétta að ná einum leik til þess að eiga tilkall til medalíunnar þegar mínir menn fljúga upp í 3.deildina í haust. Þetta er líka bara svo glæsilegir karlmenn sem eru þarna," sagði Arnar Sveinn á Facebook síðu KH.

Arnar Sveinn hefur skorað átta mörk í 74 deildar og bikarleikjum með Val á ferlinum en KH fagnar komu hans.

,,Við bjóðum Arnar Sveinn velkominn í KH fjölskylduna, sem hann hefur reyndar ávallt verið hluti af, og hlökkum til að sjá hann á æfingu á eftir, í leiknum gegn Kríu á þriðjudaginn og í brekkunni í Herjólfsdal með nýju liðsfélögum sínum."

KH hefur einnig fengið Alexander Lúðvíksson á láni frá HK út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner