Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Brendan Rodgers: Lovren kemur inn með leiðtogahæfileika
Dejan Lovren hæstánægður með nýja liðið.
Dejan Lovren hæstánægður með nýja liðið.
Mynd: Liverpool
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Dejan Lovren muni koma með leiðtogahæfileika í hópinn en króatíski varnarmaðurinn var keyptur frá Southampton á 20 milljónir punda.

Þessi 25 ára leikmaður byrjaði alla þrjá leiki Króatíu á HM í Brasilíu.

„Hann er miðvörður sem getur stýrt vörn. Síðan við misstum Jamie Carragher hefur okkur vantað leiðtoga í vörnina. Lovren er leikmaður sem gefur okkur það," segir Rodgers.

„Hann er feykilega öflugur og stýrir vörn vel en getur einnig spilað boltanum. Ég er mjög hrifinn af honum. Ég hef lengi fylgst með honum og hann er mikill drifkraftur sem var góður á HM."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner