Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 28. júlí 2014 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Daily Express: Liverpool að leggja fram tilboð í Lavezzi
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool undirbýr nú 18 milljóna punda tilboð í argentínska vængmanninn Ezequiel Lavezzi en þetta kemur fram í Daily Express í dag.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur styrkt hópinn mikið í sumar og fengið þá Adam Lallana, Rickie Lambert, Emre Can, Dejan Lovren og Lazar Markovic til félagsins en hann vill styrkja liðið enn frekar.

Loic Remy er ekki á leið til félagsins eftir að hafa fallið á læknisskoðun og vill Rodgers því fá annan mann í stað hans.

Rodgers leitar því nú til Frakklands samkvæmt Express en Liverpool mun bjóða 18 milljónir punda í Lavezzi hjá Paris Saint-Germain.

PSG þarf að láta frá sér leikmenn til þess að landa Angel Di Maria frá Real Madrid en félagið þarf að passa sig þar sem félagið er undir skoðun UEFA fyrir að brjóta fjárhagsreglur sambandsins.

Lavezzi, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við PSG frá Napoli fyrir tveimur árum fyrir 24 milljónir pudna en hann gerði 9 mörk í 32 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner