Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 28. júlí 2014 14:15
Magnús Már Einarsson
Harry Redknapp: Remy féll ekki á læknisskoðun
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri QPR, segir að það geti ekki verið að Loic Remy hafi fallið á læknisskoðun hjá Liverpool.

Félögin höfðu náð samkomulagi um kaupverð upp á 8,5 milljónir punda en í gær var greint frá því að Liverpool hafi hætt við að kaupa Remy eftir áhyggjur sem vöknuðu upp í læknisskoðun.

,,Ég sé ekki hvernig hann á að hafa fallið á læknisskoðun. Það passar ekki," sagði Redknapp á fréttamannafundi í dag.

,,Hann fór í læknisskoðun hér, hjá Marseille, hjá Newcastle og hjá franska landsliðinu fyrir HM."

,,Hann hefur aldrei verið í vandræðum með formið. Þú gætir ekki hitt strák í betra formi. Það getur ekki verið að formið sé til vandræða."

,,Ég get ekki séð að þetta komi læknisskoðun við. Það hlýtur að vera önnur ástæða. Hann hefur aldrei fallið á læknisskoðun áður. Hann hefur aldrei lent í vandræðum og hann missti ekki af leik hjá Newcastle.

,,Þeir hljóta að hafa skipt um skoðun eða ákveðið að leita annað."

Athugasemdir
banner
banner
banner