Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Björn Ingvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bersgveinn Ólafsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hann leikur með nýliðum Fjölnis í Pepsi-deildinni.

Bergsveinn er fyrirliði Fjölnis en hann er uppalinn í Grafarvoginum. Hann hefur spilað rúmlega 80 meistaraflokksleiki með Fjölni.


Fullt nafn: Bergsveinn Ólafsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Hata þegar menn kalla mig formann gamla skólans.

Aldur: 21 árs

Giftur/sambúð: Ég er frátekinn en hef ekki skilið við Hótel Mömmu.

Börn: Nei, er ekki alveg tilbúinn í þann pakka.

Kvöldmatur í gær: Afrísk baka á Saffran.

Uppáhalds matsölustaður: Hversdagslega er það Saffran og Gló, annars er Sushi Samba í uppáhaldi.

Hvernig bíl áttu: Ég keyri um á Suzuki Swift en ég á ekki krónu í honum.

Besti sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Blue Mountain State.

Uppáhalds hljómsveit: Hef aldrei dottið inná eitthverja eina hljómsveit, er alæta, get hlustað á svartasta rappið, harðasta rokkið, eurovision, techno sýru og stelpu popp.

Uppáhalds skemmtistaður: Gullöldin.

Frægasti vinur þinn á Facebook: Aron Jóhannsson.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: henntiru 150 kílóunum upp áðan?

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Grindavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Í gamla daga mætti ég oft ofjarlinum mínum Jónasi Björgvin Sigurbergs í tölvuleiknum Wolfenstein.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hvalabjargvætturinn Stefán Þór Þórðarson

Sætasti sigurinn: Leiknir 1 - 3 Fjölnir, 1-0 undir og komnir með rautt spjald eftir 70 mín, settum 3 og tryggðum okkur upp í pepsi.

Mestu vonbrigðin: Þegar ég var ekki valinn í hóp í undanúrslitum í bikar í 3.Flokki, sorgardagur sem endaði þannig að ég grét fyrir framan þjálfarann og góðan vin minn Lalla Grétars.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óskar Örn Hauksson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Færa leiki í Pepsi á fös og lau eins og í 1 deildinni, það er veisla.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Elías Már hefur heillað mig.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Tómas Guðmundsson

Fallegasta knattspyrnukonan: Hildur Sif Hauksdóttir

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: b5 kóngurinn Viðar Ari Jónsson (CR7) er iðinn við kolann.

Uppáhalds staður á Íslandi: Klefinn í dalhúsum og Grassariminn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við vorum að spila við Selfoss rétt fyrir tímabilið og Geir Kristinsson fyrrverandi leikmaður Fjölnis skoraði óheppilegt sjálfsmark frá miðju, mjög slysalegt og beint eftir þetta atvik öskrar Haukur Lárusson: Þetta er ekki tekið, hann er að reyna svindla!

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2010 á móti Njarðvík, 17 ára.

Besta við að æfa fótbolta: Sigurtilfinningin og félagsskapurinn

Hvenær vaknarðu á daginn: 07:50

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, er mikill handboltaáhugamaður og ég get dottið í körfuboltann.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Hef verið ansi góður í því að svindla mér inn á leiki í gegnum tíðina en held það hafi verið í fyrra á Ísland - Hvíta Rússland (u21)

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: ömurlegur í íslensku.

Vandræðalegasta augnablik: Til að gera langa sögu stutta þá var ég í golfi með besta vini mínum á flúðum 10-12 ára gamall og við ætluðum að taka 18 holur á flúðum. Eftir fyrri 9 holurnar þurfti ég virkilega að fara tefla við páfann en ég ákvað að halda í mér og klára seinni 9. Mikil mistök því á 12 holu er ég alveg að springa. Síðan erum við komnir á teig á 18 holu, ég búinn að stilla upp tíinu og byrjaður að undirbúa mig að skjóta þá finn ég bara að hann er byrjaður að ulla. Ég segi hingað og ekki lengra, tek settið með mér og labba upp í golfhús, á leiðinni finn ég að ég er ekki að fara ná að komast upp í hús fyrir áætlaðann tíma og ég byrja að hlaupa, við það finn ég að það er allt að fara gossast út, ég er kominn á miðja golfbrautina þar sem ég girði niðrum mig og nilla á golfvöllinn, en svo finn ég eitthvað heitt koma í buxurnar mínar og áttaði mig þá aðeins seinna að ég meig í buxurnar mínar í leiðinni. Síðan fór ég upp í golfskála og þá var hann lokaður. Mjög vandræðalegt en sem betur fer var Guffi vinur minn eini sem sá þetta.

Skilaboð til Lars Lagerback: Hvað þarf Aron Jóhanns að skora mörg mörk í hollensku deildinni svo hann fái sjénsinn?

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Ég er að verða 22 ára gamall og ég "slæst" reglulega við bræður mína sem eru enn nær þrítugsaldrinum..
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner