mán 28. júlí 2014 21:00
Hafliði Breiðfjörð
ÍA fær markvörð á láni frá Breiðabliki (Staðfest)
Þórður Þórðarson þjálfar ÍA.
Þórður Þórðarson þjálfar ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið ÍA fær liðsstyrk fyrir leikinn gegn FH í Pepsi-deild kvenna annað kvöld því markvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir er gengin í raðir félagsins.

Ásta Vigdís kemur til ÍA á láni frá Breiðabliki en hún var hjá HK/Víkingi í 1. deild kvenna á fyrri hluta tímabilsins þar sem hún spilaði sjö leiki í deild og bikar.

Hún er annar markvörðurinn sem Breiðablik lánar til ÍA því Halla Margrét Hinriksdóttir spilað með þeim fyrstu tvo leiki tímabilsins í maí og var síðar kölluð til baka.

Ásta hefur verið í hópi U19 ára landsliðs kvenna. Hin bandaríska Caitlin Updyke sem hefur varið mark ÍA í sumar er á förum frá félaginu
Athugasemdir
banner
banner
banner