Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle íhugar að leggja fram tilboð í Remy
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United íhugar að leggja fram tilboð í franska framherjann Loic Remy en hann var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool um helgina.

Remy, sem er 27 ára gamall, var á leið til Liverpool frá QPR en hann átti einungis eftir að standast læknisskoðun.

Hann féll þó á henni þar sem kom í ljós hola í hjarta en talið er að hann hafi fallið fjórum sinnum á læknisskoðun áður.

Liverpool og QPR voru búin að komast að samkomulagi um Remy en Liverpool átti að greiða 10 milljónir punda fyrir hann.

Nú ætlar Newcastle sér að leggja fram tilboð í hann en hann lék með liðinu á láni á síðustu leiktíð svo hann kannast vel við sig þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner