Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Rodgers um Remy: Leiðinlegt fyrir leikmanninn
Loic Remy í átökum.
Loic Remy í átökum.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið sé búið að hætta við að fá Loic Remy frá QPR.

Remy var á leið til Liverpool á 8,5 milljónir punda en talið er að félagið hafi hætt við kaupin eftir að áhyggjur komu upp í læknisskoðun hjá leikmanninum.

Rodgers vildi ekki staðfesta þetta en viðurkenndi þó að samningurinn sé úr sögunni.

,,Þetta er mjög einfalt, við höfum ákveðið að semja ekki við hann," sagði Rodgers eftir 1-0 sigur Liverpool á Olympiakos í gærkvöldi.

,,Þetta er leiðinlegt fyrir leikmanninn og við erum auðvitað vonsviknir en það er ekkert meira um þetta að segja. Við höfum snúið okkur að öðrum skotmörkum."
Athugasemdir
banner