Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. júlí 2014 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldinho yfirgefur Atletico Mineiro - Gæti farið í MLS
Mynd: Getty Images
Brasilíski snillingurinn, Ronaldinho, hefur yfirgefið herbúðir Atletico Mineiro í heimalandinu en þjálfari liðsins staðfesti þetta í dag.

Ronaldinho, sem er 34 ára gamall, átti góðar stundir hjá Atletico en hann spilaði þar 80 leiki og skoraði 28 mörk auk þess sem hann lagði upp 28 mörk.

Hann framlengdi samning sinn við Atletico í janúar en hefur nú verið leystur undan samningi.

Ronaldinho mun að öllum líkindum tilkynna næsta áfangastað á miðvikudag en þrjú lið koma til greina.

Boca Juniors, Fluminense og lið í MLS-deildinni hafa verið á eftir honum en líklegast þykir að hann fari til Argentínu og takið við af Juan Roman Riquelme.

Hann var valinn besti knattspyrnumaður heims tvö ár í röð er hann var á mála hjá Barcelona en hann var valinn bæði 2004 og 2005.


Athugasemdir
banner
banner
banner